Sunday, August 28, 2011

Símatíska

Flestir sem þekkja mig vel vita að eftir að ég fékk nýja símann minn er ég örðinn algjör símanördi.
En þetta er algjör snilld og það nýjasta sem ég er búin að stúdera eru allskonar tískuforrit eins og þessi, sem ég er orðin algjörlega húkt á.

FashionStyle - er án efa mesta snilldin því getur maður flétt í gegnum næstum 600 hönnuði og skoðað nýjustu fatalínurnar þeirra, myndir beint frá runway eða myndatökum. Þar getur maður líka safnað saman uppáhaldshönnuðunum sínum og merkt á uppáhalds lookin og safnað þeim saman til að skoða seinna.FashionNews - er líka ágætis síða sem safnar saman ýmsum greinum frá ýmsum síðum eins og www.fashionista.com og www.fashionising.com

Tokyo Fashion - er svo er beint frá síðunni http://tokyofashion.com/ - þar getur maður skoðað myndir af götutískunni í Tokyo sem er heldur betur skrautleg og skemmtileg. - takið sérstaklega eftir öllum aukahlutunum. (myndirnar eru teknar á tokyofashion.com)
Önnur forrit sem ég skoða einstaka sinnum eru  London Fashion, H&M og RadStyle.

Ef þið lumið á eitthverju skemmtilegu forriti fyrir lúðann minn þá endilega látið mig vita :)
p.s. 20 dagar í London ! :o

No comments:

Post a Comment